Ætlaði að setja þetta inn í nöldrið en svo fattaði ég að þetta er frekar fyndið.. =P
Allavega..

Ég sat úti í garði á sólstól í blíðunni áðan og var að lesa. Ég var orðinn vel sokkinn ofan í lesturinn þegar ég heyri eitthvert þrusk á svölunum fyrir aftan mig. Ég, ber að ofan, les í smástund í viðbót en þruskið heldur áfram - hættir ekkert.
Ég lít þá loksins upp á svalirnar og sé ég ekki hvar gamla konan (rúmlega níræð) sem býr fyrir ofan mig er að horfa niður á mig. Það versta er að hún hallaði sér svona fram á hendina og virtist vera sjúklega dreymin á svipinn.

Er þetta sjúkt eða normal?