er hægt að vera tilfinningalega dauður??? en hvað með að blokka bara sorg og meðaumkun.

manneskja mjög náin mér var að deyja fyrir stuttu.

þegar frænka mín dó úr krabba fyrir 4 árum þá grét ég einsog ég veit ekki hvað.

síðasta sumar dó afi minn og ég var mjög sár, grét smá í jarðarförinni.

núna nýlega var önnur manneskja að deyja sem var mér mjög nákomin (líka ættingi, vill ekki segja hver (in case að það séu einhverjir sem ég þekki hérna)) og ég fann ekki neitt. enga sorg, enga þörf fyrir að gráta. nada.

og mér finnst ég alltaf verða “harðari” eða grimmari/verri við annað fólk eftir því sem að tíminn líður. ég er alltaf reiður (undir yfirborðinu, ég er frekar glaður sona dagsdaglega) og kannski soldið þunglyndur. en vonleisi og reiði mín beinist ekki að mér heldur fólkinu í kringum mig. ég hata flesta og það eina sem að stoppar mig í að skaða einhverna alvarlega er vitneskjan um að samkvæmt lögum samfélagsins má ég það ekki. En ég hef allavegana það mikið að ég leyfi mér ekki að sturlast.

er eitthvað að mér eða er ég bara að gera of mikið úr sálarlífi einnar manneskju.

með von um góð og þroskuð svör :P:P (þurfið náttúrulega ekkert að svara, ég varð bara að létta þessu af mér).