8 ára frændi minn fann fuglsunga rétt áðan sem virtis vera munðarlaus eða dottin úr hreiðrinu og kom með hann heim. Núna vitum við ekkert hvaðan fuglinn er og ekki heldur hvaða tegund hann er.
Hann virðist vera nokurra daga gamall bara og tístir bara endalaust greyið… Ég hef bara ekki hugmynd um hvað ég á að gefa honum að éta, ég held að hann sé ekki nógu gamall til að éta sjálfur orma og þvílíkt…

Kannast einhver við að hafa reynt að hjálpa þeim og bjarga þeim með því að fæða þau og hysa? Hefur það virkað hjá ykkur, og ef svo er, hvað gáfuð þið honum?