Jæja, kæru hugarar.
Mér langar smá til að finna út hvernig siðferðiskennd þið eigið.
Eins og myndu þið ávallt reyna að gera það rétta, þó það gæti bitnað á ykkur?

Eða þá, ef ég myndi taka dæmi.

Segjum sem svo, að ég myndi gefa ykkur box með takka á. Ef þið mynduð ýta á takkann, einhver sem þið mynduð ekki þekkja myndi deyja. Hinsvegar, myndir þú einnig græða 25 milljónir.

Myndir þú ýta á takkann?

Þá kemur upp spurningin. Hversu mikið metur þú mannslíf? Hvað ef manneskjan sem deyr er bara einhver sveltandi afríku-búi eða þá lítið barn sem á fjölskyldu?

En já, endilega svarið og komið þá með góða útskýringu á því.

(Einnig, þeir sem horfðu á “The Twilight Zone”, ættu að þekkja þetta.)

Bætt við 6. júlí 2009 - 17:57
En ef þið mynduð pæla aðeins meira í afleiðingarnar, eins það er smásaga sem fjallar um eins málefni. Sagan heitir „Button, Button“.

Ókunnugur maður kemur upp að húsi hjá fátækum manni og eiginkona hans. Þeim er sagt að ef þau ýta á takkann á boxinu þá muni þau fá $200,000, eini hængurinn á málinu væri að einhver sem þau myndu ekki þekkja myndi deyja.

Konan biður manninn sinn um að fá að ýta á takkann því sennilega myndi einhver sem væri að lifa hræðilegu lífi deyja eins og sveltandi þriðja heims manneskja. Eiginmaðurinn mótmælir og segir að kannski myndi nágranni deyja og að í heildina séð ættu þau engan rétt á að myrða einhvern. Einn dag fer hann í vinnuna, konan ýtir á takkann og eiginmaðurinn verður fyrir lest. Lífstryggingin hans var þá $200,000.
Mitt er þitt og þitt er mitt,
þú veist hvað ég meina.