Var ekki viss hvert þetta átti að fara en…

Ég tel að í undirmeðvitund okkar þá getur verið að við ósjálfrátt hugsum um hvítt fólk sem nokkurs konar autt blað sem þarf að fylla út með alls kyns hlutum og baksögu sem byggja upp og “defina” þeirra karakter, en síðan þegar litið er á einhvern sem hefur öðruvísi litarfar þá er gengið út frá því að hann sé karakter án þess að þurfa eitthvað sem “definar” karakterinn. Sem dæmi er hægt að taka The New Avengers myndasöguna frá Marvel.

http://i.newsarama.com/images/NEWAVN048_cov.jpg
Þar sést að allir karakterarnir eru með búning og sérstaka hæfileika. Allir nema “svarti gaurinn” sem er bara í hlýrabol og buxum og hefur ekkert sem gerir sig “sérstakann”


Vildi einfaldlega benda á þetta.