Ójá. Fyrst allir aðrir mega kvarta/nöldra um eitthvað random, þá hlýt ég að mega það líka.

Ég hata, hata, HATA ritskoðanir og ritskoðendur! Sérstaklega þegar það er verið að ritskoða hluti sem þarf ENGAN veginn að ritskoða? Í alvörunni talað, af hverju þarf alltaf að ritskoða orð eins og shit í t.d. blöðum sem hvort eð er börn hafa engan áhuga á að lesa?

Og af hverju þarf alltaf að blörra hálfs sentímetra rassaskorur sem standa kannski alveg óvart upp úr buxum þegar fólk beygir sig?

Og af hverju, AF HVERJU er sett svona “bleep” á blótorð í prógrömmum sem börn horfa hvort eð er ekki á? Ég meina, tökum Family Guy sem dæmi. Af hverju er shit alltaf blörrað, en crap fær að vera með? Vott ðe hell?

Og eitt í viðbót áður en ég missi mig alveg í ræðuhöldunum: getur einhver sagt mér af hverju þetta atriði var klippt af ritskoðurum:

"Never mind that. Just give me the bird [the statue]!“
”We can't. This is a family show.“

Er EINHVER séns á að börn sem horfðu á þetta á sínum tíma (Animaniacs) vissu hvað það að ”gefa fuglinn“ þýðir? Og já, parturinn sem var klipptur var ”This is a family show" þannig að brandarinn er ekkert fyndinn.

Ég þarf að fara að senda inn enskugreinina sem ég gerði um þetta.

… Af hverju ertu ennþá að lesa þetta?