Eru það öll þessi rafmagnstæki og hlutir sem gefa frá sér einhverja undarlega geisla sem hafa þessi áhrif eða er fólk einfaldlega að missa vitið?


„Af hverju höldum við upp á 17. júní?“

Svör:
„Veit ekki.“
„Hef ekki hugmynd.“
„Við fengum sjálfstæði þann dag.“
„Hver er Jón Sigurðsson?“

Í hvert skipti sem ég heyri einhvern spyrja að þessu eða spyr sjálf fæ ég þessi svör.

Rétta svarið er að við völdum 17. júní, sem btw er fæðingardagur Jóns Sigurðssonar, til að minnast hans því að hann var helsti leiðtogi Íslendinga í sjálfstæðisbaráttunni. OG hann var ekki fyrsti forsetinn. Hann var bara kallaður það.

Svo er maður að heyra að fólk viti ekki hvað kalk er.

Svo var það sama manneskjan sem vissi ekki hver Adolf Hitler væri og hvort það væri eitt orð.

Annað hvort var þessi manneskja barin of oft í höfuðið eða hún var ekki fædd með neinar heilafrumur.

Það var ein eldri manneskja sem sagði mér að þegar hún var yngri og sjónvarpið, farsímar og tölvur voru ekki komnar að þá var fólk ekki mikið að stama eða gleyma strax því sem það ætlaði að segja og eða setja hlutina. Það væri eins með börn bæði þá og í dag.
En hún sagði svo að hún hafi verið að tala við einn 3 ára sem var að tala um að hafa verið í tölvunni heima hjá sér. Og hann var alltaf að endurtaka orðið “hérna“ og “og“ og hún tók það fram að hann talaði alveg skýrt eins og aðrir.

Má vera að allar þessar bylgjur og það sé að eyðileggja á okkur höfuðið?

Ég er sjálf mikið í tölvunni og horfa á sjónvarpið. Ég er líka með símann minn alltaf nálægt mér. Og svo geri ég það sem mamma mín vill helst ekki að ég geri og sef með símann minn við hlið mér því ég nota vekjaraklukkuna í honum.

Það var einhver vúbbsí læknir eða einhver sem sagði að það væri ekki eitthvað gott. Man ekki það ekki alveg.

Ég er örugglega ein af þessum manneskjum sem meiga ekki sjá sand fjúka án þess að verða trufluð þegar ég tala og þá fýkur allt úr huganum og það tekur mig kannski meira en korter að muna það aftur. Þá fer ég að kyrja; „Hérna…hérna…..uuuu..hérna…og já….hérnaaa…“
Og svo brjálast ég. :D

En að muna smáhluti eins og af hverju við höldum upp á 17. Júní er eitthvað sem allir ættu að muna.

Ég hlakka ekki til eftir nokkur ár þegar allir telja að jólin séu bara út á það að eyða peningum í gjafir og jólatré og svoleiðis rugl.
Það er þegar byrjað.. -.-

FÓLK VERÐUR AÐ MUNA!

Mér finnst þetta allt vera á leiðinni til helvítis ef þetta heldur svona áfram.

Ég skal veðja upp á 10 kr að mannkynið verði ekki annað en heimskan, útlitið, frekja og uppdópað lið eftir…ca 50 ár.

Kræst.

Ég verð komin í eitthvað allt annað umræðuefni ef ég held áfram.
Ég tek það fram að ég er ekki að ráðast á neinn persónulega nema mannkynið.