Það er kreppa. Það er ekki stjórn eða stjórnarandstöðu að kenna. Það má deila um hvort ríkið eigi að skera niður í þessu eða öðru og hvar best sé að fiska peninga, það gagnast þó ekki að agnúast yfir hverri skerðingu og kalla hana ósanngjarna. Nýlegur “sykurskattur” hækkar nú bara í það sem hann var í fyrir 2007. Verið svo sátt að íslenska ríkið þurfi ekki að borga af icesave fyrr en eftir 7 ár og að Landsbankinn hafi eignir (mestmegnis útlán) sem ganga upp í nokkurn hluta þess klúðurs.

Við erum ágætlega stödd miðað við aðstæður. Það versta sem gæti komið fyrir væri ef allir Íslendingar færu að væla yfir ástandinu.