Ég er nýr á huga svo engin leiðindi.
Ég er í vinnuskólanum og það á að gera hann “grænan”. Var semsagt verið að byrja á þessu bara núna í ár. Við eigum semsagt að flokka allt, hella t.d. kókómjólkinni sem við kaupum út í búð í margnota flöskur og þannig kjaftæði.

Síðan koma í gær einhverjar konur frá vinnuskólanum að tala við okkur um flokkun. Um leið og ég sá þær var ég handviss um að þær styddu vinstri græna. Það kemur samt málinu ekkert við :).

Þær voru 2, ein ung og önnur gömul. Og voru að tala um flokkun á pappír og þvíumlíku og græn markmið og þannig. Mig rámaði þá í grein sem ég las á vefsíðunni cracked.com um af hverju maður ætti ekki að flokka. Mig rámaði í staðreyndir og eitthvað úr greininni en þar sem cracked.com er ekki áreiðanlegasta vefsíða í heimi og ég mundi þetta ekki allt þá lét ég aðeins smávægilegar efasemdir í ljós.

Ég las mér síðan til um þetta í dag og ég skildi þetta þannig að við ættum bara að láta flokkun algerlega eiga sig. 87% af öllum trjám sem er plantað eru vegna pappír eða þörf á pappír. Segir sig sjálft að ef eftirspurnin minnkar (eins og markmiðið með að endurvinna er) þá er ekki lengur ástæða til að planta trjám í jafn ríkum mæli.

Tími er líklega það mikilvægasta í samfélaginu. Kostnaður vinnuafls er eitt af því fáa sem hefur orðið dýrara með tímanum. Tími er mikilvægur og það er ekki nóg af honum. Það á hins vegar ekki við um mörg af hráefnunum sem er rembst við að láta okkur flokka.

Myndir eins og Wall-E (sem ég viðurkenni að hafa ekki séð alla) eru dæmi um þetta fyrirbrigði sem fyrir mér líkist áróðri. Jörðin þar er bara einn stór ruslahaugur. Það er augljóslega verið að senda skilaboð til okkar. Skilaboð sem við vorum að fá á fyrstu árunum í grunnskóla. Ef við flokkum ekki verður jörðin að ógeðslegum ruslahaug (þannig upplifði ég þetta allavega. Það var reiknað út að rusl BNA eftir 1000 ár (91 metra djúpt) myndi fylla 0,1% af ræktarlandi í BNA. Það er mjög lítð.

Ok þetta er orðið öðruvísi (og lengra) en ég hafði upphaflega hugsað mér. Endilega komið með komment:).
Hérna eru einhverjar heimildir
http://www.nytimes.com/1996/06/30/magazine/recycling-is-garbage.html?sec=&spon=&partner=permalink&exprod=permalink&pagewanted=2

http://www.mises.org/freemarket_detail.aspx?control=212

Takk