Hvað finnst ykkur um hana? eru einhverjir fordómar gegn henni? ég var að pæla í þessu:) endilega segið mér það sem ykkur finnst um ásatrú

sjálfum finnst mér hún æði:) arfleið okkar allra, ég var trúleysingi en svo fór ég að skoða Ásatrú því að ég hef alltaf haft mætur á henni og mér líkaði vel við hana, ég met hana mikils og virði hana meira en kristina trú t.d þarsem að þetta er meira skylt okkur en einhver messiah gyðingur úti í heimi.

ég ætla að skrá mig í ásatrúarfélagið og úr þjóðkirkjunni til að varðveita þennan sið. sumt fólk telur mig skrítinn og hef ég oft lent í kristinu fólki sem drullar yfir mig útaf því að ég trúi ekki á guð og ég beri heiðin tákn um hálsinn.

ég hef tekið eftir því hversu mikið ásatrú hefur vaxið á mér, þegar að ég lendi í hremmingum eða einhverri hættu þá bið ég ekki til guðs heldur bið ég til Óðins. fólk sem ég hef hitt lítur alltaf öðruvísi á mig þegar að ég segi því að ég sé ásatrúar, það verður notalegra og viðkunnarlegra og svo er sumt sem heldur að ég sé algjör vitleysingur.

ég á margt eftir að læra um ásatrú og vonast til að finna gott eintak af eddu og hávamáli(ef einhver veit hvar þær eru að finna endilega bendið mér á hana). en endilega segið mér hvað ykkur finnst:) og endilega ekki drulla yfir það sem að ég skrifaði hérna fyrir ofan. takk fyri