hvaða matur finnst ykkur bestur. fyrir utan íslenskann.

mér finnst ítalskur bestur, og svo mexíkóskur (alvöru, ekki taco bell).

og er ég einn um að finnast það aðeins of þægilegt þegar maður er búinn að vera í sokkum (og skóm) allann daginn og fer síðann úr þeim og beint undir sæng.

og hvort mynduð þið velja í bíl, hraða eða þægindi (og þá er ég bara sona að tala um venulegann bíl sem er geggjað þægilegur eða shit hraðskreiðann með ekkert voðalega góð sæti)

hvað er uppáhalds hljómsveitin ykkar??? hatiði rokk? ef þið hatið rokk þá er eins gott að þið getið komið með andskoti góð rök til að hata rokk.

annars er mér nú alveg sama hvernig tónlist þú ert að gera, eins lengi og þú “meinar” það sem þú ert að gera. gera eins og sean penn og hella sér alveg í hlutverkið. þess vegna hata ég marga af þessum tónlistarmönnum sem virðast ekkert leggja upp úr gæði tónlistarinnar og hugsa bara um frægð, peninga eða “thats hot”.

bara sona pælingar, látið mig vita hvað ykkur finnst.

Bætt við 11. júní 2009 - 23:51
og já, svo ég komi að útvarpsstöðvum.

ég hata bylgjuna. þeir gera ekkert annað en að nauðga sömu lögunum aftur og aftur, það er kannski einu sinni á þúsöld sem að þeir koma með eitthvað nýtt og frumlegt.

ég hata útvarp sögu. flestir sem hringja þarna inn vita ekkert hvað þeir eru að tala um og þáttastjórnendurnir eru varla mikið betri.

fm957 er svo sem ágæt, eins langt og það nær (ég hef eiginlega ekkert hlustað á hana) en ég fíla mjög mikið af tónlistinni þar mjög illa.

x-ið rokkar feitast, sumt er bara bullshit en margt gott í gangi það

annað veit ég eigi af og er alveg sama um.

og gamla gufan er náttla snilld :P:P