Hafið þið eitthverntímann dreymt draum sem er ekki beint martröð en er samt geðveikt óþægilegur eitthvernveginn?

Eins og í nótt dreymdi mig að ég var að koma heim út brúðkaupi hjá eitthverjum í hestvagni og það kom vont veður og við sem vorum í hestvagninum fundum skjól, sem var einhvernskonar kirkja, en samt ekki. Við fengum að vera þar. En gömul krípí kona sagði að við mættum ekki fara fyrr en nóttin væri komin að degi. Svo gaf hún okkur verkefnabækur sem við máttum vinna í. Svo var slökkt á öllum ljósum og hitanum líka og kerlingin skildi okkur eftir í kuldanum (Vorum 4. Ég, eitthverjar tvær aðrar manneskjur og ein 4/5 ára stelpa). En svo næsta dag máttum við ekki fara. Okkur var haldið þarna eins og föngum.
Svo kom að því að konan sagði við okkur að við værum þess virði að lifa ef að við myndum sleppa frá krókódílunum sem hún var með í bandi. Við þurftum að synda frá krókódílunum og fórum í gegnum gat sem krókódílarnir komust ekki í gegn svo að við sluppum. Þá komum við að löngum rauðum gangi sem við hluðum eftir til að reyna að komast burt, en það var erfitt því að í gólfinu voru svona örvabroddar sem stóðu upp. Og ég steig á þá og fann allveg til. Svo datt ég nokkrum sinnum og fékk broddana í hendurnar, og mér er illt í lófunum núna. Við reyndum að komast burtu en við enduðum á sama stað og kerlingin var. Nema litla stelpan hafði komist burt. Svo ætlaði kerlingin að gera eitthvað meira. En þá heyrðist rödd að ofan “Nú er komin nóg”

Þetta var svo óþægilegt. Ég vaknaði með verk í lófanum og leið undarlega, eins og mér leið í draumnum.
Þetta er spes, ég veit.