Oki, ég hef misst pínu úr vinnu síðan ég byrjaði (20 maí) og er orðin verulega hrædd við að missa vinnuna mína þó aðstæðurnar vegna fjarvera minna hafi verið fullkomlega réttlætanlegar!

Ég fékk frí daginn eftir að amma dó, mér finnst það skiljanlegt. (22. maí)
Ég fékk frí daginn sem kistulagningin var. (27. maí)
Ég fékk frí fram að hádegi daginn sem jarðarförin var. (3. júní)

Oh, svo fékk ég smá ælupest en bara í einn dag, lét vita af því og ekkert mál. Það var.. einhver miðvikudagur.

Svo í gær og núna er ég búin að vera að drepast úr túrverkjum, svo miklum að ég get ekki staðið (þið stelpur ættuð nú að kannast við þetta), og þá er bara frekar erfitt að fara á fætur og gera hitt og þetta og fara síðan að vinna, með krampa í maganum yfir allan daginn! Svona krampa þar sem maður þarf að setjast og langar að fara að gráta.

Mamma og pabbi urðu kreiiisí núna áðan því´eg fór ekki í vinnuna og mamma var fullviss um það að ég yrði sko bráðum rekin! En imo þá eru ástæðurnar fyrir því að ég mætti ekki í þessa daga, algildar og ég bara gat ekki gert neitt í því.

Mig vantar álit frá fleirum plz? :(