Helvítis!

Ég var að leita mér að ódýru flugi til Portúgal í sumar og ákvað að fljúga til kaupmannahafnar og þaðan til portúgal þar sem mér fannst beint flug svo fáránlega dýrt.

Ég var skráð í vildarklúbb Icelandair og á síðunni var hægt að bóka flug í þessum klúbbi sem var miklu ódýrara en hitt. Mér fannst þetta ótrúlegt en bókaði samt, það virtist ekki neitt bogið við þetta þegar ég borgaði og stóð ekkert um nein skilyrði. Svo var ég að skoða junk folder í e-maili sem ég nota aldrei og sé að það er búið að afbóka flugið mitt því ég á ekki einhverja punkta. Þegar ég skoða aftur bókunarsíðuna sé ég að það stendur neðar þegar maður byrjar hvað það kostar marga punkta að bóka, en hvergi í bókunarferlinu er minnst á þetta.

Ég er ekkert smá fúl því ég hefði getað séð þetta fyrr, ef það hefði ekki farið beint í junk. Og núna þarf ég að borga meira fyrir flugið heldur en ef ég hefði flogið beint, og það kostar ennþá meira að afbóka hitt flugið sem ég var búin að bóka, svo ég verð bara að eyða í þetta.

Djöfulsins vesen. Ég hata flugfélög, algjörir peningaplokkarar.

Og hvað á það að þýða að rukka eitthvað Greenland security gjald á leið frá Danmörku til Portúgal?