Það var þjóðhátíðardagur í Njarðvík og fjöldskyldan mín var saman komin og voru að elda mat og svoleiðis, en það vantaði e-ð og ég var sendur í Rvk til að sækja það. Þegar ég var kominn á brautina sem fer framhjá Mjódd og PizzaHut (man ekki hvað hún heitir) heyri ég byssuskot og dekkið sprakk, ég var farinn að halda litla stjórn á bílnum þar sem ég var á ólöglegum hraða, heyri ég svo löggusírenu og býst við að hún var að reyna að stoppa mig út ofsaakstur, en hún brunar framhjá mér.
En hvað með það, ég var á sprungnu dekki og gat ekki keyrt þannig ég reyni að beygja útaf sem fyrst, missi stjórn og skellist útaf brautinni. Sé ég þá sjúkrabíl er ég labba út og bakvið hana voru sjúkrabílamenn að taka konu sem varð fyrir skoti og dóttirin var með henni og horfi á, en þó heil á húfi.
Sjúkramennirnir sáu mig og tóku mig með í sjúkrabílinn, ég skildi ekkert hvað gekk á því ég var ómeiddur. Tóku þeir þá okkur í hverfi þar sem ég var ókunnugur og leit heldur ekkert vel, fámennt og ógeðslegt. Mér leist ekki á blikuna, stekk út úr bílnum sem fyrst og fel mig, ég reyni að hringja í pabba minn en ég átti ekki inneign, kollekt virkaði ekki.
Tek ég þá eftir því að þetta voru glæpamenn en ekki sjúkrabílamenn, nokkrir karlmenn og einn ungur kvenmaður. Þessi kvenmaður leið ekkert svo vel í þessum félagsskap og leit út fremur saklaus. Ég sá að þau voru að ræða saman og tek ég þá tækifærið og flý. Ég sé bílinn minn. Þeir hafa tekið hann og farið mjög illa með hann. Bakdyrnar að skottinu voru farnar og ég sé nokkrar bensínkönnur í skottinu. Ég tek þær úr og dríf mig í bílinn. Það gekk ílla að koma honum í gang en það gekk. Tek þá eftir því að dekkið er enn sprungið og bremsan slök, sætisfestingin í bílnum farin þannig ég skíst farm og aftur í bílnum, en skít með það, mig langaði að komast í burt! Ég dríf mig af stað en kemur þessi kvenmaður að mér og biður hvort hún megi koma með. Ég segi henni að skottast uppí bílinn. Spyr ég þar á eftir hvort hún eigi inneign, hún svarar játandi og ég bið um að hringja, hún leyfi mér það. En þá mundi ég ekki númerið og gat ekki náð í hinn símann því ég var á svo mikilli hraðferð..

Og svo vaknaði ég..