Mig langar til þess að varpa fram einni spurningu hérna þar sem ég var í fíkniefnaprófi um daginn.

Ég hef aldrei á ævi minni komið nálægt fíkniefnum og hafði því ekki miklar áhyggjur af þessu en samt sem áður reyndist útkoman á prófinu jákvæð og ég átti að hafa reykt hass eða kannabis upp á síðkastið.

Þess vegna vil ég spyrja hvort hægt sé að falla á fíkniefnaprófi þrátt fyrir að hafa aldrei komið nálægt neinu svona dóti?