Það finnst öllum mjög merkilegt að þú fílir ekki Eurovision. Þú ert öðruvísi og stoltur af því, fylgir ekki með í slagviðri hræðilegra tónsmíða og ofsnakkáts og þú færð virðingu fyrir vikið. Hell, kannski er það þetta sem mótar ímynd þína til fullkomnunar.

'Hvernig nennir fólk að hlusta á þessa hommakeppni?' kanntu að hugsa. Nú, eða ‘Þessar tónsmíðar eru langt fyrir neðan mína virðingu. Best væri ef við Íslendingar hættum þessu bara, þetta er svo kjánaleg keppni.’

Svo sérðu að fólk er að tala um Eurovision. Þetta fólk horfði á Eurovision og hafði gaman að! Hvernig má það vera? Þau tala og tala og tala….um Eurovision! Er það þér ekki fyrir bestu að láta þau vita nákvæmlega hversu mikið þér er sama um eða hatar Eurovision?

Nei, það er þér ekki fyrir bestu. Það er nöldurþráður hér um Eurovision þarsem fólki er velkomið að bitcha, þráðurinn heitir “er ég sá eini?”. Á öðrum þráðum er bara pirrandi að renna í gegn og rekast á fullt af fólki með attitude. Kannski eru þetta tölvuleikjaspilarar. Urrr, þeir eru allir upp til hópa nauðgarar.