Um daginn lenti ég í því að ég var að keyra bíl kærasta míns og kona bakkar inní hliðina á bílnum mínum. Hún var á einhverjum jeppling og ég á 15-20 ára gamalli corollu sem er ponkulítil. Það kom dæld í hliðina á bílnum mínum og felgan beiglaðist og eitthvað fleira. Konan bakkaði frekar harkalega á mig og ég skall utaní hliðarrúðuna og gleraugun flugu hreinlega af mér í hinn endan á bílnum… doldið fyndið en..
Svo þegar ég og kærastinn minn fórum að tala við fólkið um hvernig væri best að gera tryggingamálið og allt það stuff bíðst kærastinn minn bara til að gera við bílinn sinn sjálfur ef hann fengi pening hjá fólkinu, bara til að þau myndu sleppa við tryggingaferlið.Þá ætlaði kallinn bara að láta kærastann minn fá ponkulítinn pening af því bíllinn er hvort sem er svo ljótur fyrir.
Svo segir konan að þetta hafi nú ekki verið neitt mikið högg. Auðvitað ekki fyrir hana því hún var á jeppa en ég fólksbíl. OG HÚN KLESSTI Á MIG!!! vá ég er svo pirruð..
þannig við bara ákváðum að þetta færi í gegnum tryggingarnar..
Maður konunnar sagði okkur að þetta væri í annað skipti í þessari viku sem konan bakkar á! Grey konan.. kann bara ekkert að keyra :P