Ég þoli ekki tannréttingar. Ég er mjög þakklátt fyrir að fá að fara í tannréttingar því að þó svo að ég hafi ekki viljað það mikið þá þá er ég mjög ánægð með tennurnar mínar núna meðað við hvernig þær voru. Samt þoli ég ekki tannréttingar!

1. Tannréttingarfræðingarnir segja við þig að þú munt vera með þetta í ár, svo breytist það í tvö ár, svo þrjú ár…
Ég átti að vera með þetta í eitt ár, ég er komin á fjórða árið mitt.

2. Fyrst átti ég bara að vera með uppi, en svo var því breytt og ég var bara með niðri (sem er þó í raunninni miklu flottara heldur en bara uppi. Það er hræðilega asnalegt).

3. Það er algjört vesen að vera með þetta drasl. Tekur ógeðslega pirrandi langan tíma að nota tannþráð og það er ótrúlega mikil pína að vera að borða með öðru fólki og svo situr eitthvað fast í þessu drasli sem að þú kannski tekur ekki eftir fyrr en fólk þarf að benda þér á það.

4. Ef þú afpantar tíma þá er eins og að biðja um að fá fund með forsetanum til þess að fá nýjan.

5. Ég losnaði við efri spangirnar um jólin, hvað fékk ég þá? GÓM!!!! Andskotans góm sem þarf að hafa upp í sér allan tíman nema þegar maður er að borða og bursta tennurnar. Drasl!!! Jú jú, notagildi er það að halda tönnunum saman og að þær fari ekki aftur í sama horf. SAMT!!!!

6. Ég er ekki gleymin manneskja og ég er mjög ábyrgðafull, í sannleika sagt. Þegar ég var lítil þá týndi ég ekki neinu eða það gerðist MJÖG sjaldan og ég er ekki að ýkja. Það hefur þær afleiðingar núna seinna að þegar ég týni hlutum fer ég í kerfi og verð reið út í sjálfa mig.
Þessi gómur er eitthvað sem ég á mjög erfitt með að muna eftir. Þ.e.a.s. þegar ég hef tekið hann út úr mér til að borða.

Í dag lenti ég í því að ég var í Kringlunni og fékk mér Subway. Þar sem að ég var ekki með boxið mitt sem maður setur gómin í (þar sem að ég hafði ætlað mér að fara beint heim eftir próf en planið breyttist) þá setti ég góminn í bréf og á töskuna mína.
Jú jú hvað gerðist. Hvað helduru að ég muni eftir þessu drasli sem á að fara upp í mig!!!
Arg!!
Gleymdi gómnum, fattaði það 10 mínútum síðar og þá var bréfið farið af borðinu. Ég fór í flipp og talaði við konuna sem vinnur við að taka af borðum og ég og vinir mínur þurftum að róta í ruslinu XD ÆÐISLEGT! Í Kringlunni!!! XD Þið verðið að átta ykkur á að þetta fyrirbæri kostar 30.000 kall! Auðvitað rótaði ég í ruslinu!!!!
Var komin á botnin, búin að hringja í mömmu sem var frekar reið við mig. Vinkona mín fór leiðina sem við höfðum labba og kom til baka með hann en þá hafi hann bara dottið á leiðinni.
Shit hvað ég var fegin, en mjög reið út í sjálfa mig fyrir að gleyma þessu!!!

arg

Svo ef þú sást mig í Kringlunni í dag að róta í ruslinu þá veistu allavegana að ég var að leita af 30.000 króna drasli sem fer upp í mig og ég er orðin mjög þreytt á.



Bætt við 14. maí 2009 - 23:54
2. Í númer tvö átti að vera að svo var ég með bæði uppi og niðri ;)