Ég hef tekið betur og betur eftir því undanfarið að þegar umræða vaknar um afbrot, sérstaklega sem bitna hart á öðrum (t.d. nauðganir og barsmíðar), vilja margir hverjir þyngja dómana upp úr öllu valdi og benda þá oft á BNA og að við ættum að hafa dómana meira í líkingu við þeirra dóma.

snebb
Mér GÆTI EKKI verið meira sama þó að það skemmi eitthvað fyrir þeim í lífinu að vera í fangelsi..

Ykkur finnst þetta kanski kalt hjá mér en mér finnst að svona aumingjar eins og þær megi bara alveg dúsa í fangaklefa!

Umræðan virðist alltaf fara þennan veg og hugarar virðast sjaldnast hugsa nokkuð út í hvað er samfélaginu, þolandanum og brotamanninum til besta.

Heldur hinn almenni hugari virkilega að 25 ára fangelsisvist geri barnaníðing að barnelskandi manni?

Mér finnst að hugarar ættu að hugsa meira út í hvað refsingar geta gert fyrir þjóðfélagið og þegna þess og hætta þessari vitleysu um að “hann eigi bara grimmilegar pyntingar skilið.” Það er alveg sama hversu mikið við pyntum afbrotamanninn (hvort sem það er með fangelsisvist eða þaðan af verra), hann fær aldrei það sem “hann á skilið.” Reynum frekar að einbeita að því hvað er okkur, honum og þjóðfélagi fyrir bestu.

Eru einhverjir þarna sammála mér í þessu eða er ég algjörlega á villigötum hér?