Eruð þið e-ð verri?

" Hann á þetta skilið, hann smyglaði eiturlyfjum og hann var nógu heimskur til að gera það í Brasillíu"


Það er stór munur á því að vera í fangelsi á Íslandi og að vera í fangelsi í Brasillíu. Auðvitað var þetta stór áhætta sem hann tók en það réttlætir ekki misþyrminguna sem hann á yfir höfði sér. Í fyrsta skipti er ég sammála Hysteriu - þetta er ómannúðlegt.

Það er ástæða fyrir því að samningar eins og mannréttinda sáttmáli Sameinuðu þjóðanna er til - Brasillía er bara ekki komin svona langt. Þetta er lítið skárra en Auswitch þegar það var og hét - og við fyrirlítum það, ekki satt?

Þið sem eigið fjölskyldumeðlimi, vini eða þekkjið til fólks sem er skylt eða þekkir fíkla vitið vel að fíknin spyr ekki um ástæðu, afleiðingar eða rétt og rangt. Ég vil einnig benda ykkur á að mörg ykkar sem viljið t.d. vægan dóm í máli Heiðmerkur-stelpnanna hikið ekki við að kulna öll upp gegn Ragnari því hann gerði þetta í Brasillíu.

Ef stelpurnar hefðu framið glæpinn á Brasilíu - hefðu þær þá átt skilið að sitja inni í fimm ár allslausar og bjargarlausar? Bara af því að þær frömdu glæpinn í Brasillíu? Láta nauðga sér og berja sig, kúga sig og hugsanlega drepnar og allir væru nógu kaldir til að segja “þetta er þeim að kenna, þær frömdu glæp í Brasillíu” og vera svo shit sama?
Mörg ykkar segja meira að segja “sendum þær í meðferð, þær eiga við vandamál að stríða” Nú, náum í Ragnar og sendum hann í meðferð? á hann ekki við fíkniefna vandamál að stríða? Eða var það hans val?
Það var líka val stelpnanna að misþyrma þessari stelpu

og hvað þá með Ragnar? Ef hann hefði flutt inn 6 kíló af kókaíni til Íslands þá hefði enginn skoðun á þessu - þá hefði hann átt skilið í mesta lagi 7 ár og 2 skilorðsbundin á hótel Kvíabryggju.

Lýtið í eigin barm. Mynduð þið ekki vilja heyra svar við hjálparkalli ef þið væruð föst í slíku helvíti? Því þetta er helvíti endurgert á jörðu. Enginn á skilið slíka vist nema svæsnustu fjöldamorðingjar og nauðgarar. Ekki einhverjar íslenskar dópista renglur.

Hugsið um fjölskylduna hans. Gætuð þið horft upp á pabba ykkar, systir ykkar eða jafnvel móðir nauðgað og misþyrmt með þeim rökum “hann/hún á þetta skilið”? Þeir eru fáir sem eiga slíka vist skilið - og hvað þá Ragnar.
Enginn ætti að þola 20 ár af helvíti því hann er heimskur, og ekki fjölskyldan að horfa upp á það heldur.

Það er vegna fólks eins og ykkar sem er svo heilaþvoð og tilfinningalaust að staðir eins og Auswitch fengu að viðgangast. Engin gerir rassgat því " þetta fólk á þetta skilið, því það er það sem það er, því það kaus sína leið í lífinu, því þetta kemur okkur ekki við"
Ekki að ég sé að réttlæta fyrir gjörðir hans, en ekki myndi ég óska þessari vist upp á neitt ykkar. Þið tækjuð þessu ekki svo glatt ef þetta fangelsi væri staðsett hérna hinumegin við hæðina.

http://www.youtube.com/watch?v=QBMYeiXDc8I

200 saman í einum klefa, gólfið fljótandi í hlandi, mygla í veggjum, sjúkdómar, nauðganir, barsmíðar, niðurlæging, næringarleysi, násýkingar, geðveiki, svefnleysi, óþrifnaður..

Og ykkur finnst bara allt í góðu að hann sé á leið þangað?