Helvítis andskotans óhæfi kennari!

Ég er í HÍ í kúrs sem heitir almenn efnafræði. Til að fá að taka prófið þarf ég að vera búin með alla verklega tíma og skila skýrslum úr öllum tilraunum. Ekkert mál.

Vandamálið er að verklegi kennarinn minn er gjörsamlega óhæfur. Hann vildi í fyrsta lagi ekki leyfa mér að klára tilraunirnar því hann mátti ekki missa heilar 20 mín. úr sínum dýrmæta persónulega tíma (þetta er sextugur kall, sem er btw mjög undarlegt því venjulega eru verklegir kennarar á aldrinum 20-30 ára). Í öðru lagi er mánuður síðan ég skilaði síðustu skýrslunum og hann er ekki enn búinn að sækja þær, sem þýðir að ég er örugglega búin að missa próftökuréttinn.

Sem þýðir að ég þarf að fara í eitthvað major vesen og tala við fólk þegar ég á að vera að læra fyrir próf.

Versta er að aðal kennarinn, sá sem sér um fyrirlestrana, hætti á miðri önn og fór bara til Japan. Svo ég veit ekkert hver sér um þetta lengur og hvern ég á að tala við!

Helvítis …