Löngu liðnir eru gömlu góðu dagarnir þegar fólk gat haft hús sín ólæst og sent börnin út í búð eftir brauði og mjólk.

Í fyrramorgun var maður myrtur af engri sérstakri ástæðu. Hann var hreinlega á bandvitlausum stað á vitlausri stundu.

Af hverju?

Jú, svo einhver forfallinn eiturlyfjaneytandinn gæti fjármagnað næsta skammt! Þetta var ránmorð af handahófi.

Ég er hissa á að nær engin umræða hafi spunnist um þetta atvik hér á huga.is. Við getum ekki leyft þessu að viðgangast.

“Ísland án eiturlyfja 2001” MINN LOÐNI RASS!!!!!!

Það þarf eitthvað miklu meira en auglýsingar í strætó til að sporna við þessum vanda.

Þetta gerðist BTW beint fyrir framan heimili fólks sem ég þekki.