Ég gæti grenjað úr mér augun núna! Ekkert að gera, engin helvítis vinna, ég vil ekki fara á bætur, ég vil ekki fara í eitthvað helvítis sumarnám, eins og það sé ekki nógu leiðinlegt að vera í skóla alla aðra mánuði! Ég vil fá fkn vinnu! NÚNA!

Óréttlæti, vinur minn er út í Kína, sendi eina umsókn alla leið til Íslands og fékk vinnu með det samme og byrjar að vinna daginn eftir að hann kemur heim!

Ég er búin að gera bókstaflega allt sem ég get gert í þessu helvítis ‘fríi’. Búin að horfa á alla þætti sem ég á, allar myndir sem ég á, búin að taka til í tölvunni minni og raða friggin tónlistinni minni eftir stafrófsröð, tók til í fataskápnum, gaf föt, keyrði um allt helvítis Reykjanesið … ég er meira að segja búin með netið!

Ef ég verð ekki komin með svo mikið sem eitt atvinnuviðtal eftir viku þá gefst ég upp, feika minn eigin dauða og gerist heimilisleysingi í framandi landi!

/cry

Og nei ég viliggi vælubílinn, hann kom og fór!