Þið hafið mjög sennilega hlustað á X-ið og heyrt Stein Ármann segja þessa goðsagnakenndu setningu: “X-ið! Níu, sjö, sjö! Gvvvuuuuðfaðir rokksinsss!!” Um daginn brunaði ég um götur bæjarins og heyrði þessa setningu, og þetta datt í hausinn á mér:

Mikið óskaplega er ég nú fegin að X-ið sé bara guðfaðir rokksins en ekki faðir þess. Vegna þess að ef svo væri, þá þyrfti alvarlega að tala við móðurina og hennar skemmtanalíf í fortíðinni…