Það er ekki oft sem ég verð mjög reið en í dag er ég allavega það reiða að mig langar að venta á huga. Ég er að fara að sækja um í LHÍ og er að gera ferilmöppu tilbúna. Ég á ekki lita prentara og setti myndirnar sem ég vildi prenta á usb lykil til að prenta þær í vinnunni hjá pabba.

Þegar ég fór þá kom eitthvað upp og myndirnar urðu teygðar og pixlaðar en ég hafði ekki tíma til að setja þær upp í word þannig að ég sagði pabba hvað ætti að gera og fór svo. Það var fyrir viku svo loksins fæ ég myndirnar í dag og þær eru nákvæmlega eins! 500x375px mynd teygð yfir A4 blað!

Skilafresturinn er á morgun og það var ekki einu sinni sagt fyrirgefðu. Mamma vildi ekki viðurkenna að hún hafi gert eitthvað vitlaust og sagði bara “Mér finnst þetta bara mjög flott”…

Bætt við 26. mars 2009 - 12:09
Jæja, búið að redda þessu. setti þetta mjög simple upp, þannig að það þarf bara í ýta á print :P