Guð minn góður hvað sumir geta vælt yfir ÖLLU! hinum og þessum steríótýpum, tónlistarsmekk annara,
bara gjörsamlega öllu sem því dettur í hug! en svona án djóks afhverju í andskotanum má hver og einn ekki vera eins og hann vill?
afhverju má manneskja ekki fýla popptónlist án þess að einhver sé að skipta sér afþví? og fólk sem er búið að læsa fyrir netið hjá í skólanum notið proxy ;) ættuð samt frekar að vera að læra…
En svona án djóks afhverju þarf fólk alltaf að skipta sér af og byrja að væla yfir öllu? leyfið hverjum að vera eins og þeir vilja, djöfull væri það ömurlegt ef það væru allir eins, með sama hárlitinn, í sömu fötunum, allir jafngáfaðir, allir með sama tónlistarsmekk.
Án djóks mér líður bara asnalega við að lesa þetta, hafiði ekkert betra að gera heldur en að væla yfir því að einhver hangi í kringlunni eða hlusti á techno? ég sjálfur hlusta á danstónlist, ekki er ég mikið í því að lenda í slagsmálum eða á kafi í neyslu, ég hlusta líka á rokk af og til og popp og bara flestar tegundir tónlistar sem ég hef áhuga á, ég nota frasa, það gera það flest allir af og til á þessum aldri.

En svona án djóks hugsið um ykkar eigið rassgat og verið ekki alltaf að pæla í því hvernig aðrir eruð, verið bara þið sjálf.