Nú er ég mjög forvitin manneskja og hef pælt í þessu frá því ég gat skipulagt heila setningu. Þetta hugtak “virðing við hina dauðu”.

Semsagt, ef þú drepst, þá ertu allt í einu frábær gaur sama hvað þú gerðir þegar þú lifðir. Ég man sérstaklega eftir þessu þegar drengur (ég var mjög ung þá) sem hafði lagt nokkra krakka í einelti og var almennt skíthæll dó og allt í einu var hann “besti vinur allra” og “ótrúlega góður strákur” og “við eigum öll eftir að sakna hans” grát grát grát. Óþarfi að segja að ég vorkenndi honum ekki neitt og mér fannst hann enn vera skíthæll.

Hvernig gerist þetta? Ef ég væri karlmaður og nauðgaði 5 stelpum og dey svo í bílslysi, var ég þá bara allt í lagi gaur? Greyið ég? Ef ég eyddi degi mínum í að sparka í fólk og leggja í einelti, en fæ svo sjúkdóm sem ég dey úr, var ég þá bara besti vinur allra? Aumingja ég?

Nú spyr ég huga.is, sem er hafsjór vitsmunavera (/kaldhæðni) af hverju fólk dettur inn í svona viðbjóðslega vorkunn sem jaðrar við hræsni þegar skíthælar drepast?

Ef þið hafið ekkert áhugavert að segja, þá megið þið alveg skemmta ykkur á þessum þræði. Ég vil helst sjá dramatísk riflildi og leiðindi, svo að leggið ykkur öll fram.