Langaði bara til að deila með ykkur ást minni á kaffi og fá kannski að sjá hverjir elska kaffi hérna.

Hvernig kaffi er í uppáhaldi hjá ykkur? Hvert er uppáhalds kaffihúsið? Hvenær byrjuðuð þið að drekka kaffi? Hvers vegna? Hversu oft? Ég vil það svart og sterkt og uppáhaldskaffihúsin mín eru Kaffi Rót og Kaffi Hljómalind. Ég byrjaði að drekka kaffi þegar ég var 16 ára en byrjaði ekki að drekka það af einhverju viti fyrr en ég var 17 ára, af því að það var mjög gott ókeypis kaffi í vinnunni. Drekk það ekkert rosalega oft, en þegar ég drekk það þá nýt ég þess!

Svo getur take away kaffi gert göngutúrana enn ánægjulegri, og strætóferðirnar líka. Kaffibolli er svo miklu meira en bara kaffibolli…

Bara kaffiumræður sko. Discuss.

Bætt við 11. febrúar 2009 - 19:03
Og fyrir þá sem ætla sér að eyðileggja kaffiþráðinn með því að tala um eitthvað annað en kaffi…

http://www.youtube.com/watch?v=zDhThhrd_UY
Ég er þið.