Bara nokkrar pælingar um hvað gerist þegar korkur um kannabis er gerður :Þ

Samanburður á öðrum löglegum vímugjöfum. Þá helst áfengi og tóbak. Sem oftar enn ekki reynast hættulegri en kannabis. En það skiptir ekki máli því að kannabis er fíkniefni.

Einhver talar um að það ætti að lögleiða kannabis. Sem er oftast svarað með neikvæðni í þá átt að það leiði til harðari efna eða ef aðgengi er of auðvelt þá fari bara allt til fjandans. Sömu rök eru líka notuð þegar einhver vill ekki sjá bjór í matvöruverslun.

Svo er alltaf verið að hugsa um blessaða unglinganna og hverning þeir verða spilltir af því að fá sér í skalla. Sem er alveg gott og gillt það er ekki að ástæðulausu að áfengi og tóbak hefur aldurstakmarkanir. þar af leiðand ef kannabis væri löglegt að sjálfsögðu ætti að vera aldurstakmark.

En þar sem það er ólöglegt og ekki fáanlegt af ábyrgum söluaðila þá er lítið við því að gera. En að sama skapi þá reddaði maður sér bara landa áður en maður gat farið í ríkið og fékk einhvern til að kaupa fyrir sig sígó. Þannig að lögleiðing myndi ekki koma í veg fyrir neyslu hjá ungennum en það væri allavega eitthvað taumhald.

En að sjálsögðu þá virkar bara ekkert að segja að kannabis sé ekki svo slæmt að því að það er flokkað með viðbjóði eins og kókaíni,spítti,e-pillum,sýru og vel flestu sem er bannað og slæmt fyrir þig. Skiljanlega þá lítur það ekkert vel út að vera í sama flokki og kókaín sem gerir þig öran og fullan af egó með snert af paranóju eða e-pillu sem veldur mikilli gleði enn hefur verulega slæman niðurtúr og samkvæmt auglýsingum er ein pilla nóg til að dreapa þig.

Svo að reyna að útskýra að kannabis gerir rauninni fátt annað en gera mann svoldið sljóan,svangan og hlæjandi út af ólíklegustu hlutum fellur ekki alveg inn. Ekki það að það séu ekki neikvæðar hliðar á því líka. Sumir verða mjög paranoid eða nojaðir :D útaf litlum hlutum eins og að sjá löggubíl á rúntinum,eitthvað óvænt hljóð og stundum bara við að hugsa of mikið. Svo er það líka hvítan sem ber nafn með rentu ef svo óheppilega vill til að einhver reyki of mikið þá á hann til með að fölna og í flestum tilfellum æla eftir á.

Hljómar illa ekki satt nema hvað það eru mun minni líkur á því að reykja of mikið heldur enn að drekka of mikið. Og líkt og með áfengi þá þarf maður að læra sýn takmörk.


“kannabis leiðir til harðari efna”

Einhver sú leiðinlegasta setning sem til er því að hún er of víðtæk til að hægt sé að neita henni að fullu. Svo er hún líka oftast notuð af fólki sem oftar en ekki vill ekki hlusta á rök.

Já það er rétt sumir fara út í harðari efni. Mjög margir láta sér líka bara duga að reykja.

Sumir verða alkar margir drekka bara stundum.

Oftar en ekki eru þessi rök notuð þegar umræða um lögleiðingu á sér stað sumsé í huga margra þá myndu allir smókeranir verða útúrspíttaðir kókhausar í alsælu á sýrutrippi. Þó verð ég að viðurkenna að það gæti verið áhugverð upplifun :D en að sjálfsögðu verulega heimskuleg og vel flestir hafa vit fyrir sjálfum sér. Fyrir utan nokkur skemd eppli sem því miður skemma alltaf fyrir hinum.

En já ég held þetta sé nóg í bili og ég efast um að margir munu lesa þetta til enda svo ég bíð eftir bæði óupplýstu skítkasti og kanski hrósi fyrir góða grein en þetta er hugi og skítkast er líklegra :P