Hvað er máli með það hvað þessir gaurar geta komist upp með mikið? Allar þær staðreyndir sem eru vitaðar, öll þau vafasömu viðskipti sem hafa farið fram. Það er öllum augljóst hvað hefur verið að gerast í landinu.

Jón Ásgeir átti Glitni. Jón Ásgeir átti líka félag sem hét Stím(ef ég man rétt). Stím fær lán hjá Glitni… og notar þann pening til að kaupa hlutabréf í Glitni. Þar með hækkar virði fyrirtækisins, eiginlega bara með göldrum. Þeir búa til pening til að kaupa í sjálfum sér.

Enginn gerist jafn auðugur og þessir menn án þess að nýta hvern einasta galla í kerfinu og öll möguleg brögð til að græða meira. Og þeir gerðu/gera það svo sannarlega.

Og þessi lán til útlanda, einhverjar gífurlegar upphæðir. 280 milljarða krónalán til einhvers gaurs á einhverri breskri jómfrúareyju þar sem er ekki eftirlit með fjármálum. Lána gaurnum rétt fyrir bankahrunið, og hann kaupir væntanlega annan gjaldmiðil fyrir þetta, svo snarlækkar íslenska krónan og hann þarf bara að borga til baka brot af því sem hann fékk útaf gengisbreytingunum.

Og kompás ætlaði að fjalla um þetta og þá eru þeir allir reknir! Og þaggað niðrí þeim, og af hverju ætli það sé… kannski því að Jón Ásgeir á stöð 2 og alla fjölmiðla landsins líka, fyrir utan rúv ofc.

Og hvernig í fjandnanum fór Jón Ásgeir að því að kaupa alla fjölmiðlana, það er talað um að einhver hafi lánað honum pening og svaka mystery í kringum það… auðvitað lánaði enginn honum þennan pening. Þessi gaur er ennþá moldríkur, hann geymir bara peninga sína leynilega. Og þykist svo vera svakalega saklaus og segist hafa tapað öllu líka og geta alveg farið að vinna í bónus aftur. Þessir helvítis lygamerðir. Svo þegar Jón Ásgeir fór í Silfur Egils og Egill var að confronta hann um þetta allt, þeir báðir með tárin í augunum, skjálfandi, með brestandi raddir. Egill svo hræddur við að messa við þennan big shot gaur með því að minnast spyrja hann hvort hann hafi verið að flytja fé til cayman eyjanna og Jón Ásgeir harðneitar því(sem er fyndið því kona hans hefur skráð á sig nokkur fyrirtæki á þessum eyjum og hann sagðist aldrei hafa heyrt um þær áður), sjálfur skíthræddur um að upp komist um öll hans leyndarmál.

Fólk verður að fatta það að lygar eru eitt af grunneðlishvötum mannsins. Þessir menn eru ekki að hugsa um að vera heiðarlegir, eða hvað sé best fyrir þjóðina. Þeir eru að hugsa um eigin hag. Og það er í þeirra hag að ljúga um þetta allt. Svo þeir gera það.

Nenni ekki að tjá mig meira núna… en þetta er búið að vera að bögga mig smá.