Kannski af sömu ástæðu og það er miðað við afmælisdag hvenær maður fær öll önnur réttindi, sjálfráða, bílpróf, kaupa áfengi o.sv.frv. Bara asnalegt ef kosningarétturinn ætti að lúta eð einhverjum öðrum lögmálum.
Ég skil afhverju td. bílprófsaldurinn miðast við afmælisdag, því ef hann mundi miðast við ár væri álagsdreifingin í ökukennslu fáranleg, en ég hef aldrei fengið almennilega ástæðu fyrir neinu öðru.
„It is not worth an intelligent man's time to be in the majority. By definition, there are already enough people to do that.“
Ég hef alltaf skilið þetta þannig að réttindin miðast við það að maður sé orðinn 17, 18 eða 20 ára, ekki að verða það. Það er eitthvað svo órökrétt að verða sjálfráða þegar það eru kannski 11 mánuðir þangað til maður verður 18 ef maður á afmæli í desember. Reyndar jafnórökrétt og það að maður byrji að borga skatta í janúar árið sem maður verður 16, þó maður sé ekki nærri því það gamall…
Því að það er bara eðlilegt að það séu 18 ár eða meira liðið frá fæðingu þinni svo þú teljist 18 ára. Og þar sem þessi réttindi (kosningaréttur) miðast við að vera 18 ára gamall væri fáránlegt ef einhver sem væri ekki nema 17 ára og 1-2 mánaða (s.s. ekki nærri því 18) nyti réttinda 18 ára manneskju.
En hver er stóri munurinn á manneskju sem er 17 ára og 2 mánaða og 18 ára manneskju? Fólk hegðar sér nú yfirleitt í takt við jafnaldra sína. Ég er viss um að ef þú skoðar þinn vinahóp þá fer þroski einstaklingana ekkert eftir því hvenær þeir eiga afmæli á árinu.
„It is not worth an intelligent man's time to be in the majority. By definition, there are already enough people to do that.“
Þroskamunur skiptir engu máli í þessu samhengi, ef þessi rök væru valid þá væri eðlilegt að manneskja sem greinist bráðþroska fái kosningarétt 15 ára ef þroski hennar þá jafnast á við 18 ára einstakling.
Málið er bara að rökin eru ekki valid, aldursbundin réttindi hlýtur þú þegar þú ert 18 ára, það hefur myndast hefð fyrir því í siðmenningu að manneskja teljist fullvaxta 18 ára gömul og þú verður ekki 18 ára fyrr en að 18 ár hafa lifið frá því að þú fæddist.
Hver er munurinn á 18 ára manneskju og 17 ára og 11 mánaða manneskju? 17 ára og 11 mánaða manneskju og 17 ára og 10 mánaða manneskju? 17 ára og 10 mánaða manneskju og 17 ára og 9 mánaða manneskju? 17 ára og 9 mánaða manneskju og 17 ára og 8 mánaða manneskju? 17 ára og 8 mánaða manneskju og 17 ára og 7 mánaða manneskju? 17 ára og 7 mánaða manneskju og 17 ára og 6 mánaða manneskju? 17 ára og 6 mánaða manneskju og 17 ára og 5 mánaða manneskju? 17 ára og 5 mánaða manneskju og 17 ára og 4 mánaða manneskju? 17 ára og 4 mánaða manneskju og 17 ára og 3 mánaða manneskju? 17 ára og 3 mánaða manneskju og 17 ára og 2 mánaða manneskju? 17 ára og 2 mánaða manneskju og 17 ára og 1 mánaðar manneskju? 17 ára og 1 mánaðar manneskju og 17 ára manneskju? 17 ára manneskju og 16 ára og 11 mánaða manneskju? 16 ára og 11 mánaða manneskju og 16 ára og 10 mánaða manneskju? 16 ára og 10 mánaða manneskju og 16 ára og 9 mánaða manneskju? 16 ára og 9 mánaða manneskju og 16 ára og 8 mánaða manneskju? 16 ára og 8 mánaða manneskju og 16 ára og 7 mánaða manneskju? 16 ára og 7 mánaða manneskju og 16 ára og 6 mánaða manneskju? 16 ára og 6 mánaða manneskju og 16 ára og 5 mánaða manneskju? 16 ára og 5 mánaða manneskju og 16 ára og 4 mánaða manneskju? 16 ára og 4 mánaða manneskju og 16 ára og 3 mánaða manneskju? 16 ára og 3 mánaða manneskju og 16 ára og 2 mánaða manneskju? 16 ára og 2 mánaða manneskju og 16 ára og 1 mánaðar manneskju? 16 ára og 1 mánaðar manneskju og 16 ára manneskju? 16 ára manneskju og 15 ára og 11 mánaða manneskju? 15 ára og 11 mánaða manneskju og 15 ára og 10 mánaða manneskju? 15 ára og 10 mánaða manneskju og 15 ára og 9 mánaða manneskju? 15 ára og 9 mánaða manneskju og 15 ára og 8 mánaða manneskju? 15 ára og 8 mánaða manneskju og 15 ára og 7 mánaða manneskju? 15 ára og 7 mánaða manneskju og 15 ára og 6 mánaða manneskju? 15 ára og 6 mánaða manneskju og 15 ára og 5 mánaða manneskju? 15 ára og 5 mánaða manneskju og 15 ára og 4 mánaða manneskju? 15 ára og 4 mánaða manneskju og 15 ára og 3 mánaða manneskju? 15 ára og 3 mánaða manneskju og 15 ára og 2 mánaða manneskju? 15 ára og 2 mánaða manneskju og 15 ára og 1 mánaðar manneskju? 15 ára og 1 mánaðar manneskju og 15 ára manneskju? 15 ára manneskju og 14 ára og 11 mánaða manneskju? 14 ára og 11 mánaða manneskju og 14 ára og 10 mánaða manneskju? 14 ára og 10 mánaða manneskju og 14 ára og 9 mánaða manneskju? 14 ára og 9 mánaða manneskju og 14 ára og 8 mánaða manneskju? 14 ára og 8 mánaða manneskju og 14 ára og 7 mánaða manneskju? 14 ára og 7 mánaða manneskju og 14 ára og 6 mánaða manneskju? 14 ára og 6 mánaða manneskju og 14 ára og 5 mánaða manneskju? 14 ára og 5 mánaða manneskju og 14 ára og 4 mánaða manneskju? 14 ára og 4 mánaða manneskju og 14 ára og 3 mánaða manneskju? 14 ára og 3 mánaða manneskju og 14 ára og 2 mánaða manneskju? 14 ára og 2 mánaða manneskju og 14 ára og 1 mánaðar manneskju? 14 ára og 1 mánaðar manneskju og 14 ára manneskju?
Þarf ekki að fara lengra held ég. Þú getur bara ekki notað svona rök.
Bætt við 27. janúar 2009 - 08:42
Auk þess, er eitthvað sanngjarnara að manneskja sem er fædd 31. Desember 1991 fái kosningarétt ári á undan manneskju sem á afmæli 1. Janúar 1992 ?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..