Ég ætla bara að búa til nýjan þráð því ég hef engan áhuga á að svara þrollanum sem startaði hinum þræðinum. Svo langar mig frekar að ræða þetta útfrá þessu sjónarhorni í staðinn fyrir “oj, hommar er ógeð lol!”

Ég hef alltaf verið fylgjandi gaypride deginum. Ásetningurinn er náttúrulega klassískur og góður; að útrýma fordómum með sýnileika og opnu viðmóti.
En hinsvegar hefur alltaf dvalið lítið spurningamerki aftast í huganum. Og við og við vil ég setja þetta spurningamerki við það hvort að rétt sé farið að þessu. Ég meina, okkur er boðið upp á skrúðgöngu með öllum þeim staðalmyndum sem hafa nokkurn tímann verið til um samkynhneigt fólk. Við fáum trukkalessur, bikerlessur, leðurhomma, klæðskiptinga, stóra og fúlskeggjaða “birni” og margt margt fleira. Og allt er þetta kynnt undir dynjandi europoppi.
Ég verð að leyfa mér að efast örlítið um það að óhefluð orgía staðalmynda sé besta leiðin til að útrýma fordómum.
Stundum lít ég á gaypride og hugsa með mér að þetta hljóti að vera á sama leveli og ef að baráttudagur svartra héti Vatnsmelónudagur.

Tóm vitleysa?