S
Sunnudagurinn 25. janúar 2009 kl. 15:00 Lækjartorgi verða haldi FRIÐSAMLEG mótmæli!

Komum saman og sameinumst um ofbeldislaus mótmæli. Það má vel vera að við deilum ekki sömu skoðunum hvað varðar pólitík, við erum flokksbundin eða óflokksbundin. Við erum þó sammála því að ofbeldi er ekki rétta leiðin.

Við eigum að hafa áhrif með rödd okkar en ekki hnefa. Mætum öll og látum í ljós styrk okkar.