Ókei, áðan þegar ég kom heim sagði pabbi: hey þú passar bróður þinn á laugardaginn. Og ég sagði nei. Og pabbi sagði jú.
En málið er að það er algjörlega tilgangslaust þar sem ég á tvær systur sem eru 5 og 10 og þær kunna ALLT á hann og ég EKKERT. Þær hafa áhuga á að halda á honum og gefa honum að éta og skipta á einhverju ógeði en ég held mig í verulegri fjarlægð frá öllu þessu. Pabbi hefur sjálfur sagt mjög oft að 5 ára systur minni væri betur treystandi fyrir að passa hann ein en mér. Þegar ég spyr þá afhverju ég þurfi endilega að vera fæ ég alltaf: þú ert nú að fara í partý á föstudaginn það er alveg nóg, þú verður að kynnast elsku litla bróður þínum, ef þú hættir að reykja, kommon ég var að gefa þér trommusett og dbl kicker, ekkert svona rugl.
Djöfull sýgur lífið feitt maður. Mig langar svo innilega ekki að eyða laugardagskvöldi í svona ruuuugl, smábörn eru leiðinleg. Bara garg, grenj og læti.