Foreldrar mínir hafa báðir áhuga á að læra eitthvað um tölvur og ég hef svona verið að líta eftir einhverju sniðugu námskeiði eða einhverju fyrir þau.

Ég fór svo í Elko áðan og rakst á 2 diska sem mér finnst mjög sniðugir. Þeir heita Windows á þínum hraða og Word á þínum hraða gefnir út af Tölvuskólanum Þekkingu.

Ég keypti Windows diskinn svona aðeins til að prufa og mér finnst þetta alveg bráðsniðugt fyrir fólk sem langar að læra en kann ekkert ofboðslega mikið.

Hvor diskur kostar um 2500.

Heimasíðan þeirra er http://www.tolvuskolinn.is

——————————
Tekið af heimasíðunni:

Tölvuskólinn Þekking og fjarkennsla.is hafa það að markmiði að miðla tölvukunnáttu til sem flestra á sem hagkvæmastan hátt. Til að framfylgja þessu bjóðum við nú upp á margmiðlunardiska í mjög aðgengilegu formi.

Diskarnir eru hugsaðir þannig að nemandinn geti keyrt hann upp skoðað það sem honum hentar þegar honum hentar á þeim hraða sem hentar og eins oft og hann sjálfur vill.

Efninu er skipt upp í flokka á myndrænan hátt þannig að allir eiga að finna eitthvað við sitt hæfi bæði, hvort sem þeir eru byrjendur og lengra komnir.

Farið er yfir efnið með því að framkvæma viðkomandi aðgerðir og vanur kennari talar síðan undir og útskýrir aðgerðirnar á sem einfaldastan hátt.

Yfirferð er fremur hæg fyrir byrjendur og hraðinn eykst síðan með aukinni kunnáttu. Windows diskurinn er fyrstur í röð tölvukennsludiska frá Tölvuskólanum Þekkingu. Væntanlegir eru innan tíðar Tölvupóstur og Internet, Word, Excel, Heimasíðugerð og Photoshop.

Á þessum diskum er farið yfir Windows og Word umhverfið í máli og myndum
· Allar helstu aðgerðir kynntar
· Farið á milli forrita
· Aðlögun vinnumhverfis með Control Panel
· Afrita (copy) og Lesa (paste)
· flýtivísar
· aukaforrit sem fylgja Windows kynnt
· Kynnt er notkun system tools
· Farið yfir netuppsetningar
· Uppsetningar á bréfsefni.
——————————

Kveðja, Kisustelpan