Ég og strákur sem ég þekki keyptum bæði Schneider videó á svipuðum tíma í sitthvorri búðinni, sum sé ég í BT.

Bæði virkuðu ekki sem skyldi. Hann fór og kvartaði, fékk nýtt videó. Ég fór og kvartaði og var sagt að það þyrfti bara að þrífa videóið, væri ekkert að því annars. Videóið var nýtt !!! Aldrei heyrt um nýtt videó sem þarfnast hreinsunar.

En allavega þeir ætluðu að láta mig borga rúman 7000 kall fyrir þetta. Ég var fátækur námsmaður og átti ekki einu sinni þennan 7000 kall. Höfðum látið hreinsa videó einhverjum mánuðum á undan og þá kostaði það um 3000. Við hringdum á 3 aðra staði og spurðum hvað það kostaði að þrífa videó og viti menn allstaðar kostaði það um 3000. Við kvörtuðum og á endanum fengum við að borga bara 3000.

Þetta videó hefur aldrei virkað og mun aldrei virka og eftir þessa þjónustu þá mun ég ALDREI kaupa eitt einasta tæki í BT.

Líka það sorglegasta við þetta var að ég átti rosalega lítinn pening en er videófíkill svo ég eyddi nánast síðustu peningunum mínum í að kaupa þetta tæki. Svo þetta var ansi blóðugt :-(

Fór líka einhvern tíman í BT í Skeifunni. Allt brjálað að gera tilboð í gangi og eitthvað. Svo bilaði eitthvað á kassanum sem við vorum á. Búin að vera heillengi í röð og 1 á undan okkur LOKSINS. Jæja aumingja stelpan vissi ekkert hvað hún átti að gera, hringdi eftir aðstoð, henni var sagt að prufa hitt og þetta og hringja svo aftur ef það virkaði ekki (geri ráð fyrir að hún hafi verið að tala við einhvern yfirmann). Það virkaði ekki, hún hringdi aftur og var sagt eitthvað annað. Það datt engum í hug að koma og hjálpa henni og við nenntum ekki beint að fara aftast í röðina á næsta kassa svo við bara fórum og maður sá að margir fleiri gerðu það líka. Góð þjónusta það….

Líka grein inn á <a href="http://www.hugi.is/taekni/greinar.php?grein_id=35573">tölvur og tækni</a> sem lýsir gáfum BT.

Kveðja, Kisustelpan