Til að byrja með ætla ég að taka það fram að ég veit að það er bara janúar en ég vil hafa forskot á hlutina.

Ok, ég er semsagt tvítug og stunda nám við HÍ, ég bý samt sem áður í Reykjanesbæ. Ég er strax farin að hugsa um það hvað ég eigi að gera í sumar, sem stendur eru um og yfir 2000 einstaklingar skráðir á atvinnuleysisskrá hér í Reykjanesbæ og ég býst ekki við því að þessi tala lækki ekki á næstu mánuðum, ég hef reynt án árangurs að leita mér að vinnu, sjoppum, fatabúðum, leikskólum, skólum, frystihúsum.. Og ekkert! Svo það er ekki laust við það að ég sé smá farin að kvíða sumrinu, ég ætla ekki að fara á atvinnuleysisbætur og hafa ekkert að gera í 3 mánuði, ég mun enda á því að skjóta mig í hausinn ef ég þarf að sitja aðgerðarlaus heima.

Sem stendur kemur ekki til greina að fá mér vinnu í bænum yfir sumarið af því að bensínkostnaðurinn er það mikill að það hreinlega borgar sig ekki. Ef allt annað þrýtur þá reyni ég það samt.

Svo spurning mín til ykkar er sú, hvað get ég gert yfir sumarið sem kostar ekki hálfan handlegg og getur mögulega nýst mér eitthvað, semsagt gefandi, ég er bókstaflega opin fyrir öllu nema að sitja heima og gera ekki neitt, nám úti, vinna úti, sjálfboðastarf innlendis sem erlendis, sumarskólar whatever.

Endilega hellið úr skálum visku ykkar. Allar ábendingar eru vel þegnar.