Halló kæru hugarar. Ég hef soldið viðkvæmt mál sem ég verð að ræða við ykkur um.

Frá því ég var um 15-16 ára gamall hef ég þjáðst af þynglyndi. Þunglyndi er helvíti. Ég fékk lyf við því fyrir ári, en það breytir því ekki að ég fæ sjálfsmorðshuksanir now and then. Og núna undanfarið hefur það verið svo mikið að ég hef actually farið út í göngutúr til að kynna mér leiðir til að gera það.

Ég á fjölskyldu sem hefur áhyggjur af mér. Ég skil það svosem. Ég var lagður inná geðdeild fyrir stuttu vegna “alvarlegs þunglyndis” samkvæmt lækninum. Það gerði lítið. Ég var lokaður inni á göngudeild með örðu rugluðu liði í rúma viku. Það eina sem ég gerði þarna var að sofa. Síðan útskrifaðist ég, sagðist bara vera orðinn fínn til að losna undan þessu “fangelsi” (það var samt enginn að neyða mig til að vera þarna, var þarna því ég vildi hjálp, en sá enga hjálp þarna). Ég var semsagt búinn að missa vinnuna útaf þunglyndi eins aumingjalega og það hljómar (finnst þessi sjúkdómur vera svo aumingjalegur eitthvað).So basically, ég sit heima allan daginn, heng á huga eða spila leiki. Og geri ekkert annað. Afhverju? Well, ég hræðist mannleg samskipti. Bara tilhuksunin um að þurfa að hafa samskipti gerir mig fokkin hræddann.

Hvað í aaaandskotanum er ég að gera við lífið mitt? Ég er að forðast að takast á við það. Og ég veit það. En ég get ekkert gert í því. Ég er bara svona. Ég hef enga trú á að ég geti gert eitt eða neitt í þessu. Afhverju er ég að skrifa þetta hérna? Því að ég er hræddur um að taka mitt eigið líf. Ég vill það ekki, ég vil ekki gera fólkinu sem er mér næst það. Þessvegna vil ég fá smá umræðu um mín mál í gang, því ég vill actually fá hjálp…

Leggja mig inná geðdeild aftur? Mig langar aaaaaaaalls ekki til þess, andrúmsloftið þarna var svo…geðveikt.

Takk.