Já, hérna er ég með smá frásögn/útrás, jafnvel að biðja um smá ráð. Ekki dirfast að segja mér að setja þetta á /romantik þar sem mér finnst þetta svo innilega órómantískt að orð fá því ekki lýst, svo tengist þetta ástalífi mínu ekki neitt.

Okei, fyrir bókstaflega tveimur árum var ég að tala við ‘einhvern sem ég þekki’ (og þekki enn) á msn og ég man ekki hvað leiddi til þess en ég addaði svo einhverjum vini hans á msn í einhverjum tilgangi sem ég man ekki. Úr því varð eitt samtal, ekki fleiri, því mér fannst þessi gaur svo pirrandi, leiðinlegur og asnalegur að ég bara block+delete, bai bai. Ooog af einhverjum ástæðum varð þessi náungi alveg svakalega sár yfir þessu og í einhverjum hópsamtölum var hann með eitthvað ‘Af hverju blockaðiru mig? :( Nenniru ekki að adda mér aftur? mimimi’. Svo linnti því alveg og ég heyrði ekkert né sá af honum í svonaaaa… ár. Þá fékk ég random myspace add frá honum. Jújú, fannst það alveg í lagi og acceptaði. Svo einhverju seinna fékk ég komment frá honum, svaraði því og leit svo á profile-ið hans. Þá var ég í friggin' top friends hjá honum og ég bara eheheh, what? en sagði samt ekkert við hann. Svo á næstu mánuðum var ég aaaalltaf að fá komment frá honum á allan fjandann við öll tækifæri (venjuleg komment, myndakomment, og bulletin komment) og ef ég var með einhvern mood status var hann alltaf að spurja af hverju ég væri með þá og hvað væri að/hvað væri svona gleðilegt og svo fram vegis og ef ég var lengur en fimm mínútur að svara kommenti frá honum sendi hann bara fleiri, eitthvað ‘hvað, ertu að hundsa mig?! :( Svaraðu!’ og ég veit ekki hvað og hvað. Og hann varð alltaf meira og meira krípí somehow, get ekki alveg útskýrt.

Svo allt í einu einn daginn kom vinur hans inn á msn (sem ég ‘kynntist’ honum upphaflega í gegnum) og sagði mér að ég hefði ‘lækkað verulega í áliti hjá honum (krípí gaurnum)’ og ég spurði af hverju (ekki af því mér var ekki sama, heldur til að vita hvernig, þar sem ég var löngu hætt að svara þessum beyond tilgangslausu kommentum hans og hafði ekki átt nein samskipti við hann lengi) þá sagði hann mér það að eftir að hann ‘fattaði’ að ég væri ekki drusla sem væri til í að ríða honum af því hann vildi það findist honum ég bara tussa. Og allan þennan tíma sem hann var að myspace stalka mig og senda mér þessi asnalegu komment gerði hann víst ekkert nema að tala um mig, koma með einhverjar random athugasemdir um mig, etc. Hann hélt víst í fullri alvöru að fyrst hann sé svona duglegur að vinna eins og hann heldur fram að hann sé ætti ég að hafa brennandi áhuga á honum. Ég vil taka það fram að það er eeekkert heillandi við þennan gaur, hann er ógeðslega krípí í hegðun og útliti, hundleiðinlegur, geðveikt heimskur og bara ógeðslega kjánalegur og asnalegur.

Síðan þessi vinur hans sagði mér þetta allt saman er ég búin að gera honum grein fyrir að mér finnst allt þetta um hann sem ég skrifaði hérna fyrir ofan, en hann hættir ekkert! Fékk t.d add frá honum á facebook. Hann virðist taka öllu því dónalega sem ég hef sagt við hann og um hann sem ‘hún er bara playing hard to get, í rauninni er hún ógeðslega hrifin af mér’. Já og oj, hann kom víst í vinnuna mína í sumar og ætlaði að tala við mig ef hann sæi mig (EW EW), sem betur fer var ég ekki að vinna, en þetta sýnir hvað þessi gaur er ógeðslega krípí. Þetta er gaur sem ég og fleiri myndu alveg trúa til að setja eitthvað í glös hjá konum á börum.

Hvernig losnar maður við svona plágu?