Bara smá skondinn hlutur sem ég hef verið að pæla í, finnst það hálf fyndið þegar ég hugsa út í það.. (veit ekkert hvort þessi korkur á heima hérna, virðist einhvernveginn ekki vera að ná þessu með hvar hvað á heima hérna á huga)

En ég hef alltaf verið of þung síðan í kringum 10 ára aldurinn. En við 13 ára aldurinn var ég komin í nánast offitu.
Og mamma mín þá vön að þurfa kaupa risa stórar stærðir fyrir mig. Var 13 ára gömul rokkandi frá 105 kílóum upp í 108.
Svo einhverntímann tók ég mig á og grenntist alveg slatta!
Var hætt að þurfa nota þessar “últra” stærðir. Samt enþá ekki í kjörþyngd (hef aldrei verið í kjörþyngd, og er ekki enþá í réttri þyngd)
Mamma hafði þá alltaf þegar hún keypti eitthvað á mig, keypt allt of stórt á mig. Alltof stór nærföt og svona.
Og sérstaklega með skó valið. Ég sagði alltaf við hana að ég væri í flestum pinna skóm 38, en strigaskóm og svona í nr 39 stundum 40.
En samt keypti hún ALLTAF 40 - 41 stundum 42 ! ! og risa stóra sokka!

Og hún var aldrei að trúa því að eg væri í þessum skó númerum afþví að hún er með stærri lappir en það. Einsog hún vildi ekki fatta að ég væri með aðeins minni lappir en hún.

Og núna er ég ófrísk, og þegar hún kaupir eitthvað þá er eins og hún sé með þá hugmynd að ég sé miklu grennri en ég er xD og með minni lappir, málið bókstaflega snérist við!
Og ef ég tek einhvern bol upp sem ég held að passi á mig þá heyrist stundum í henni “ er hann ekki alltof stór á þig ? ”

(þá erum við að tala um föt í núinu ekki föt sem ég kem til að þurfa þegar eg er komin lengra á leið)

AAHH mér finnst þetta fyndið! Samt frekar vandræðlegt einu sinni þegar eg var 13 ára og svona hrikalega breið um mig, var að skoða nærbuxur og akkuratt þá voru einhverjir krakkar úr skólanum mínum tók hún upp risa stórar nærbuxur (stærri en ég þurfti ofan í það) og spurði hvort ég gæti kannski ekki troðið mér í þetta.

hahaha smá fyndið þegar ég hugsa út í þetta ;P
kannski að mér finnist þetta bara skondið en allavega :D