… sem heitir ekki Ingeborg en þar sem mér leiðist ákvað ég að leyfa ykkur hugurum að heyra nokkrar sögur af þessari kolrugluðu frænku minni. (Þetta er ekki nöldur ef e-r skyldi túlka þetta sem slíkt.

En allavegana, þessi umtalaða frænka er u.þ.b. 80 ára og er ein af þessum sem veit allt betur en allir um allt. T.d. veit hún eflaust meira en ég um hvernig spila skal á gítar, þrátt fyrir það að hún hafi aldrei snert slíkt hljóðfæri á meðan ég hef spilað í 8 ár. Upp frá þessu hafa sprottið mörg skemmtileg atvik eins og t.d. ef e-r veikist þá er bara eitt til ráða, og það eru norsku brjóstdroparnir hennar (sem eru mjög áfengir). Skv. henni virka þeir á allt frá kvefi til magapínu. Þessa vitneskju fær hún af því að hún vann í apóteki þegar hún var yngri.

Svo þegar hún lýsir mataræði síns og mannsins síns (sem er yfir 150kg og hefur oft þurft á hjálp frá lögreglu/slökkviliði til að koma sér á fætur þegar hann dettur) segir hún að þau borði bara grænmeti og ávexti. Það er samt ekki raunin, eins og afi minn komst að þegar honum var boðið í kaffi til þeirra. Þá voru borðaðar rammsaltar danskar pylsur og skonsur, sem voru af e-m ástæðum borðaðar með spægipylsu og tómatsósu.

Það eru líka margar fleiri sögur af henni sem ég nenni ómögulega að skrifa niður núna.