Úff mér liður svo vel.

Ég og optimusprime (kubbur) fengum ýmislegt matarkyns í jólagjöf frá vinnunum okkar og sáum ekki framá að nota.

Ég fékk upplýsingar um manneskju sem þyrfti á því að halda og fór til hennar áðan með hangikjöt, hamborgarhrygg, jólakaffi, konfekt og malt&appelsín.

Sjálf borgaði ég 1100 krónur. Keypti kippuna af drykknum og keypti lítinn konfekt kassa…

Ég fór næstum því að gráta fyrir framan hana því ég sá hvað hún var þakklát og þurfandi. Hún varð bara orðlaus og MJÖG ánægð.

Ég mun hugsa til hennar og barnanna hennar þegar ég borða minn jólamat…!
Ofurhugi og ofurmamma