Ég var í endajaxlatöku í síðasta mánuði (20. nóv) og það var vont. Svo var mikill verkur öðru megin, mér varð líka illt í eyranu. Það var sett grisja í sárið því að það var eitthvað opið og þessvegna kom svona vont, eftir að ég fékk grisjuna hvarf verkurinn eins og kraftaverk.
En núna bara í gær fór ég að finna mikið til aftur sömu megin, aftur verkur kominn í eyrað og skurðinn. Svo er eitthvað brúnt í þessu (ég veit ekkert hvað það er).
Ég held þetta brúna komi úr sárinu og þegar ég var eitthvað að skoða þetta, tók ég smá svona af þessu og það blæddi bara.
Þetta brúna gæti líka verið grisjan, en mig minnir að hún hafi verið blá og mér var sagt að hún ætti bara að eyðast.
Mamma hringdi í tannlækninn í dag en hún náði ekki í neinn og ég er að fara vestur á morgun.. ég vil samt ekki vera svona um jólin. Það á eftir bara að vera vont.
Mamma heldur líka að þetta eigi eftir að fara og ég er að vona það. Eina sem ég get gert er að taka verkjalyf sem gera ekki nógu mikið gagn :(
Æjj þetta er bara svo leiðinlegt
Þetta er líka mest vont þegar ég kingi. OG hinumegin finn ég ekki fyrir neinu, allveg eins og ekkert hafi gerst.
Sökkað