Skomm, ég og strætó höfum verið ágætir vinir undanfarin ár fyrir utan eina ákveðna leið reyndar. Hann kemur sjaldnast of seint og staðirnir sem ég þarf að taka strætó á passa oftast akkúrat, þarf eiginlega aldrei að bíða eftir strætó.

En! Sko, ég bý í Mosó og þarf stundum að taka 15 þar sem hárgreiðslustofan er. Svona 5 mínútna keyrsla, gæti vel labbað þessar 20 mínútur r sum en ég bara nennti því ekki í þessum kulda og snjó í dag. En málið með þennan viðurstyggilega, ömurlega tussustrætó er það að hann er _alltaf_ of seinn í þessa átt, ekki úr Mosó samt í RVK. Hann á að koma 8 mínútur yfir hvern klukkutíma (stundum 9 mín yfir) en hann er aldrei kominn fyrr en 4 eða 5 mínútum of seint. Núna áðan átti ég pantaðan tíma þarna á hárgreiðslustofunni, ætlaði að láta klippa toppinn minn en neiii, strætó kom ekki. Ég stóð þarna frá 6 mín. yfir til 17 mín. yfir og á leiðinni heim sá ég hann fara framhjá mér kl. 23 mín yfir! Þá var ég búin að missa af tímanum gerði ég ráð fyrir og well, strætó farinn framhjá anyways.

Nú ætla ég að hringja í strætó og spurja afhverju í drullu andskotanum þessi viðbjóðslegi strætó er _ALLLLLTAAAAAAAAAAF_ of seinn. Bæbæ.