Til að láta ykkur vita um hvað þetta fjallar þá er þetta sem sagt um mig ég er 16 ára gamall 180 cm á hæð og 66 kg. Ef ég get orðað það þannig þá hef ég ekki sofið almennilega í heilt ár. Ég er oftast þreyttur og um helgar þá sef ég aldrei út og vakna alltaf dauðþreyttur eins og zombie. Þetta byrjaði þegar ég byrjaði að vinna í fyrra þá vann ég allt of mikið og var einnig í skóla og fótbolta. Síðan þá fokkaðist svefninn einhvern veginn upp. Ég hef verið að skoða milljón síður undanfarið um hvað það er sem gæti verið að mér en það er ekki að hjálpa mér. Ég er þreyttur á því að vera þreyttur og nenni varla að skrifa meira .