Vá hvað ég er eitthvað ógeðslega pirruð núna í skapinu við eina vinkonu frænku minnar. Og verð bara að nöldra hérna og drepa ykkur úr leiðindum.

Allavega, ég fór til frænku minnar ídag og einhver vinkona hennar var þarna og þær voru að ræða eitthvað um trúarmál.
(báðar vel kristnar) Og allt í fína með það!
Og þær voru að tala um því sem fylgir trúnni.. jesú og allt það.
Ég sat þarna bara og var að borða æðislegar kleinur með heitu kakói. Svo þurfti frænka mín endilega að draga MIG inn í þetta.

Frænka: já, það er nú það! þessi hérna hinsvegar trúir ekki.
Vinkonan: Núúú! :o (alveg voðalega hissa og hneyksluð)
Frænka: já þú veist, unglingar! verða að vera kúl og fara á móti öllum.

Ok, ég hélt ég væri sloppin.
Neinei svo byrjar þessi vinkona hennar að halda heilu RÆÐURNAR yfir mér. Og reyna troða trúnni inn á mig.
(ég er með ofsalegt skap og var að berjast við það að segja ekki eitthvað í þeirri meiningu að þetta væri ekki til)

En hún hélt áfram og áfram, ég reyndi margoft að skipta um umræðuefni, og færði mig meira að segja tvisvar sinnum inn í stofu! hún elti mig bara og var að reyna fá mig til að afsanna hitt og þetta, og skýra hvernig þetta og þetta gerðist fyrst að trúin sé kjaftæði.

Ég var að verða brjáluð þarna, var ekki að nenna að hlusta á þetta!
Svo sagði ég einfaldlega það, að ég bæri virðingu fyrir því hvað hún tryði á þrátt fyrir að ég trúði ekki, Og ég væri ekki að reyna troða mínum efasemdum um trúnna á hana og reyna fá hana til að hætta að trúa.
Ég læt hana í friði, og vilji því fá það sama.

Og svo allt í einu varð frásögnin öðruvísi! þegar hún fór að segja fólki frá þessu, þá var það ég sem var að rakka niður á hvað hún trúði og hún hafi beðið mig um að virða bara það að hún trúi!

AAAAHH!

en vá ég þoli ekki fólk sem að trúir á guð eða hvað sem það er, og verður brjálað ef að einhver segir eitthvað gegn trúnni. EN finnst ekkert mál að lexa yfir einhverjum trúleysingja og troða trúnni á hann! pfft..