Þessi hugleiðing átti upprunalega að koma inn með mynd sem ég ætlaði að senda inn á sorpið, en þar sem gæðingurinn Þórður THT3000 var á þeirri skoðun að Jesús hafi dáið fyrir syndir mínar og ég væri fífl fyrir að virða ekki þá staðreynd og ákvað að hafna myndinni þá verð ég víst að tjá mig utan hans umdæmis.

Gefum okkur að þú sért fastur í kolniðamyrku herbergi og að einhver hafi sagt okkur að það sé dreki þarna inni með okkur og að hann sé virkilega reiður og gæti drepið þig hvenær sem hann vildi. Og jafnvel þótt hann gæfi aldrei frá sér tíst eða gæfi í raun nokkurn veginn í skyn að hann væri til þá mættirðu alls ekki kveikja ljósin til að gá hvort hann væri í rauninni þarna því þá yrði hann enn reiðari!
Myndir þú skella þér á hnén og biðja drekann um að drepa þig ekki í blindni, einungis útaf því að einhver sagði þér að hann væri þarna og þessvegna bara gæti, já gæti hann verið þarna?

Ef till vill værirðu fastur með félaga þínum sem var sagt að það væri í raun morðóður stórfótur inn í herberginu undir nákvæmlega sömu skilyrðum og drekinn þinn, myndirðu eyða tímanum í að rífast heiftarlega um hver ykkar hefði rétt fyrir sér, þrátt fyrir að þið hefðuð hver fyrir sig nákvæmlega jafn miklar (litlar?) forsendur til að trúa ykkar kenningu.

Eða myndirðu nota heilann í þér og álykta að A) Drekar séu líklegast ekki til, B) Ef þeir væru til kæmust þeir varla fyrir í 5x5x3 metra herbergi og C) Ef þeir væru þarna myndu þeir líklegast gefa frá sér hljóð, lykt eða eitthvað til að benda á að hann væri í rauninni þarna, og endalaust áfram á sömu nótum.

Þú gætir auðvitað ekki sannað að hann væri ekki þarna, það er svo fátt sem hægt er að sanna og afsanna algjörlega, en þú myndir örugglega álykta út frá öllu þessu að það væri einfaldlega staðreynd að drekinn væri ekki inn í herberginu með þér; þú myndir kveikja ljósin og horfast í augu við sannleikann.. O EMM GJÉ, ÞAÐ ER ENGINN DREKI.

Guð er ekki dreki inn í herbergi, ég veit. Guð, Allah, Búddha og Nirvana eru mikið rótgrónari hugmyndir í mannshuganum en einhver líking sem ég var að galdra upp núna. En hvar drögum við línuna?

Guð (guðir/ allt á sama stigi) er ekki til.
Getur einhver hérna sagt mér afhverju þetta er ekki staðreynd, og ef svo er útskýrt afhverju?