Ég ætla að bjóða vinkonum mínum í afmælið mitt einhverntíman um næstu helgi, mjög líklega á föstudaginn eða laugardaginn.
Venjulega þá hef ég eldað einhvern góðan mat, við spjöllum og horfum á mynd, og svo á ég heitan pott líka sem væri hægt að fara í.

Ég verð 16 ára núna eftir jólin, og mig langar svo að halda svona “öðruvísi” afmælisveislu. Eitthvað kannski sem er úti og öllum finnst gaman af. Ég er mikill sportisti og með bíladellu, en mér dettur bara ekkert í hug til að gera.

Væri alveg til í að leigja fjórhjól í einn dag og bara að leika sér eitthvað á þeim, en er það ekki fáránlega dýrt, svona núna í kreppunni? Eða þá að fara í hellaskoðun, eða eitthvað álíka skemmtilegt, sem er úti.
Eitthvað sem hægt er að gera á einum degi, þarf ekki að keyra eitthvað langt, ég bý í Hafnarfirðinum. Svo eitthvað sem stelpur hafa gaman af að gera, í staðinn fyrir að þurfa að gera mig fína, að geta bara farið í snjógalla. Ég vonast til að það verði snjór, og þá gæti verið hægt að fara á Kaldárselsvæðið og renna sér á sleða.

Ef einhver gæti komið með hugmyndir, eða heimasíðu þar sem hægt er að leigja fjórhjól, eða bara eitthvað svæði sem er sniðugt að fara á og taka bara með kakó og skúffuköku.

Ég fæ stundum svo mikið ógeð á öllu um jólin, alltaf að vera í fínum fötum, ég nenni ekki að vera að stússast eitthvað að elda, og stundum er skemmtilegast að vera bara úti og skemmta sér. Ég er mikil útivistarmanneskja, og þetta væri besti afmælisdagur í heimi..

En ef einhver er með betri hugmyndir, eða hefur haldið eitthvað svona “öðruvísi” afmæli þá er ég opin fyrir öllu. Og þetta er fyrir næstu helgi þannig að það væri gott ef ég fengi skjót svör.
Takk;*