Ég veit ekki afhverju.. en ég held að það sé mikklu skemmtilegra að vera strákur og í stráka félagsskap heldur en að vera stelpa í stelpufélagsskap…

Ég á þrjá eldri bræður og hef verið mikið í kringum þá og vini þeirra og þannig, og það er alltaf e-h fyndið, mikill húmor og líka bara svona simple húmor, og alltaf e-h skemmtilegt að gerast.. æji vá ég er ekki alveg að ná að lýsa þessu mjög vel :')

Það er flest allt svo simple hjá strákum, oftast fjör í gangi, og eiginlega ALLTAF ef þeir hafa ekki neitt að gera þá finna þeir samt e-h frumlegt sem þeir nenna að gera, og sem er í flestum tilvikum skemmtilegt og fyndið…og gera það bara,, í flippinu líka bara, og geta verið eins og algjörir fávitar og skemmt sér of vel

Það er eiginlega ekkert einfalt við að vera stelpa..
Verður oft að passa þig hvað þú gerir, nema þú sért stekur karakter og það búast allir við því að þú sért ekki týbísk hlédræg stelpa. Getur alveg verið skemmtilegur húmor og þannig, en það myndast yfirleitt bara mikill húmor útfrá e-h sem er verið að tala um eða slúðra um… Snýst allt um útlitið eiginlega, þó það geri það líka hjá strákum yfirleitt, nema það er e-h allt öðruvísi…

Ég vona að þið fattið hvað ég meina :') ég næ bara ekki að lýsa þessu betur…
En án djóks, það er ekki skrítið afhverju stelpum finnst oft skemmtilegra í kringum strákana en vinkonur sínar í ákveðnum tilfellum, (fyrir utan að sækjast oft eftir athygli) þá er það svo mikil tilbreyting, það er allt öðruvísi…
Ég er ekki að segja að það sé geðveikt leiðinlegt að vera stelpa eða neitt þannig því það er það auðvitað ekki,, fullt skemmtilegt (H) en þó ég vilji vera stelpa og eiga geðveikt nánar og góðar vinkonur og allt það sem er gott við að vera stelpa þá held ég samt að það sé oftast mikklu skemmtilegra að vera strákur félagslega séð :')